Meiðslalisti ÍBV lengist

Kári Kristján Kristjánsson á við meiðsli að stríða.
Kári Kristján Kristjánsson á við meiðsli að stríða. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Heldur hefur syrt í álinn hjá ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í handknattleik karla sem eiga nú í harðri keppni um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Listinn yfir meidda leikmenn hefur lengst frá því sem var. Hornamaðurinn Grétar Þór Eyþórsson meiddist á hné í viðureigninni við ÍR í bikarkeppninni í byrjun vikunnar og línumaðurinn öflugi Kári Kristján Kristjánsson er einnig meiddur en harkaði af sér í fyrrgreindum leik við ÍR.

Til viðbótar hafa Sigurbergur Sveinsson og Theodór Sigurbjörnsson verið frá keppni um tíma. Sigurbergur gekkst undir aðgerð á ökkla í janúar og Theodór er slæmur í bakinu og hefur ekkert tekið þátt í síðustu leikjum liðsins. Fjórir fastamenn í byrjunarliði ÍBV í vetur og síðustu ár eru þar af leiðandi meira og minna frá keppni eða eiga erfitt um vik.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem meðal annars er rætt við Grétar og Kára.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »