Meiðslalisti ÍBV lengist

Kári Kristján Kristjánsson á við meiðsli að stríða.
Kári Kristján Kristjánsson á við meiðsli að stríða. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Heldur hefur syrt í álinn hjá ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í handknattleik karla sem eiga nú í harðri keppni um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Listinn yfir meidda leikmenn hefur lengst frá því sem var. Hornamaðurinn Grétar Þór Eyþórsson meiddist á hné í viðureigninni við ÍR í bikarkeppninni í byrjun vikunnar og línumaðurinn öflugi Kári Kristján Kristjánsson er einnig meiddur en harkaði af sér í fyrrgreindum leik við ÍR.

Til viðbótar hafa Sigurbergur Sveinsson og Theodór Sigurbjörnsson verið frá keppni um tíma. Sigurbergur gekkst undir aðgerð á ökkla í janúar og Theodór er slæmur í bakinu og hefur ekkert tekið þátt í síðustu leikjum liðsins. Fjórir fastamenn í byrjunarliði ÍBV í vetur og síðustu ár eru þar af leiðandi meira og minna frá keppni eða eiga erfitt um vik.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem meðal annars er rætt við Grétar og Kára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert