Fram upp úr fallsæti á kostnað Akureyrar

Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram.
Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fram vann afar mikilvægan 28:26-sigur á útivelli gegn Akureyri í Olísdeild karla í handbolta í dag. Með sigrinum fór Fram úr botnsætinu og upp úr fallsæti en Akureyringar fóru í fallsætið þess í stað. 

Framarar voru sterkari allan tímann, en staðan í hálfleik var 17:13, Fram í vil. Eftir því sem leið á seinni hálfleikinn tókst Akureyringum að minnka muninn og var staðan 27:26, þegar skammt var eftir. 

Þorgeir Bjarki Davíðsson skoraði hins vegar úr síðasta skoti leiksins og tryggði Fram stigin tvö. Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram með átta mörk og Þorgrímur Smári Ólafrsson gerði sex. Ihor Kopyshynskyi skoraði átta fyrir Akureyri. 

Fram er nú með níu stig í tíunda sæti en Akureyri er í ellefta sæti með átta stig og í fallsæti ásamt Gróttu. 

Akureyri 26:28 Fram opna loka
60. mín. Ihor Kopyshynskyi (Akureyri) fiskar víti Þetta er ekki búið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert