Stórleikur Ólafs dugði ekki til sigurs

Ólafur Guðmundsson var sterkur.
Ólafur Guðmundsson var sterkur. AFP

Kristianstad mátti þola 30:32-tap á heimavelli fyrir Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Ólafur Andrés Guðmundsson átti stórleik fyrir Kristianstad, en það dugði ekki til. 

Ólafur var markahæstur á vellinum með níu mörk og gaf hann auk þess tvær stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað. 

Kristianstad er í botnsæti riðilsins með fimm stig þegar aðeins ein umferð er eftir en Vardar er í öðru sæti með 17 stig. Sex lið af átta komast áfram í sextán liða úrslitin og Kristianstad á enn veika von fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert