Mikið högg og ferlegt svekkelsi

Grétar Þór Eyþórsson.
Grétar Þór Eyþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mikið högg og ferlegt svekkelsi og ég er smátt og smátt að melta tíðindin. En eitt er víst að ég lofa að koma sterkari en nokkru sinni fyrr til baka á völlinn,“ sagði hinn baráttuglaði leikmaður handknattleiksliðs ÍBV, Grétar Þór Eyþórsson, við Morgunblaðið í gær.

Grétar Þór hafði þá nýverið fengið þær fréttir að hann léki ekki handknattleik með ÍBV næsta árið eftir að hafa meiðst á hné í viðureign ÍBV og ÍR í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins eins og fyrst var greint frá í Morgunblaðinu fyrir réttri viku.

„Liðband á innanverðu hnénu er illa farið. Reiknað er með að það taki sex til átta vikur að jafna sig. Um leið og það hefur gróið þá stendur krossbandaaðgerð fyrir dyrum. Sjaldan er ein báran stök,“ sagði Grétar Þór.

Grétar Þór fékk þungt högg á annað hnéð þegar einn leikmanna ÍR féll á hann í atgangi í síðari hálfleik viðureignarinnar. Við höggið kom yfirspenna á hnéð. Strax virtist ljóst að meiðslin væru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest eftir að bólgur hnjöðnuðu og mögulegt var að rannsaka áverkana á hnénu. Niðurstaðan var verri en Grétar Þór reiknaði með.

Sjá allt viðtalið við Grétar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert