Sigursteinn næsti þjálfari FH-inga

Sigursteinn Arndal verður næsti þjálfari FH.
Sigursteinn Arndal verður næsti þjálfari FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigursteinn Arndal verður næsti þjálfari karlaliðs FH í handknattleik samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is.

FH-ingar hafa boðað til fréttamannafundar í Kaplakrika í hádeginu á morgun þar sem nýr þjálfari verður kynntur til leiks en eins og fram hefur komið mun Halldór Jóhann Sigfússon láta af störfum hjá nýkrýndum bikarmeisturum eftir tímabilið.

Halldór Jóhann, sem hefur gert frábæra hluti með FH-liðið undanfarin ár, hefur verið ráðinn til að taka við viðamiklu starfi hjá hand­knatt­leiks­sam­bandi Barein. Hann mun stýra U21- og U19-landsliðum karla hjá Barein, auk þess að vera aðstoðarþjálf­ari A-landsliðsins þar sem Aron Kristjáns­son er aðalþjálf­ari.

Sigursteinn, sem er uppalinn FH-ingur og lék með liðinu á árum áður, hefur þjálfað yngri landslið Íslands og var meðal annars annar af þjálfurum U21 árs landsliðsins og U20 ára landsliðsins. Í vetur hefur hann verið einn af handboltasérfræðingunum hjá Stöð 2 Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert