Eyjamenn unnu Akureyringa

Hákon Daði Styrmisson raðaði inn mörkum í Eyjum.
Hákon Daði Styrmisson raðaði inn mörkum í Eyjum. Ljósmynd/Sigfús

Eyjamenn unnu góðan fjögurra marka sigur á Akureyri 31:27 þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í kvöld. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur á vellinum og gerði 12 mörk.

Eyjamenn byrjuðu eins og nokkrum sinnum áður illa í fyrri hálfleik og voru undir þegar gengið var til búningsherbergja, 13:14. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn illa og var þremur mörkum undir á 35. mínútu.

Sigurinn gerir mikið fyrir Eyjamenn sem eru nú komnir með gott forskot á liðið í 9. sæti og geta farið að horfa upp fyrir sig í deildinni, þeir eiga erfiða tvo leiki í næstu umferðum.

Akureyri er í slæmum málum við botn deildarinnar, ásamt Gróttu með 8 stig.

ÍBV 31:27 Akureyri opna loka
60. mín. Arnór Viðarsson (ÍBV) skoraði mark Þvílíkt afmælismark hjá Arnóri, frábært skot í stöng og inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert