Íslendingarnir skoruðu tólf

Ólafur Guðmundsson í leik með Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson í leik með Kristianstad. Ljósmynd/Emil Langvad

Íslendingarnir þrír í liði Kristianstad skoruðu tólf af mörkum liðsins í kvöld þegar það sigraði Önnered örugglega, 32:25, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Kristianstad er fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og er með níu stiga forskot á næsta lið sem er Skövde. Ólafur Guðmundsson skoraði 5 mörk í kvöld, Arnar Frreyr Arnarsson 4 og Teitur Örn Einarsson 3.

Einni umferð er ólokið í deildinni en hún verður spiluð næsta mánudagskvöld og síðan tekur við úrslitakeppni átta efstu liðanna um sænska meistaratitilinn sem Kristianstad hefur einokað undanfarin ár.

mbl.is