Aftur unnu nýliðarnir meistarana

Hin 16 ára gamla Rakel Sara Elvarsdóttir var sterk.
Hin 16 ára gamla Rakel Sara Elvarsdóttir var sterk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA/Þór vann glæsilegan 29:27-sigur á Íslandsmeisturum Fram er liðin mættust í 19. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í KA heimilinu í kvöld. Fram var með 15:14-forskot í hálfleik, en flottur seinni hálfleikur tryggði KA/Þór sigurinn. 

KA/Þór byrjaði betur og var með 8:5-forskot þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Martha Hermannsdóttir var að spila ljómandi vel og illa gekk hjá Fram að brjóta vörn KA/Þórs á bak aftur. 

Eftir því sem leið á hálfleikinn tókst Fram að komast betur inn í leikinn og Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir nýttu færin sín vel, ásamt því að Erla Rós Sigmarsdóttir var sterk í markinu. Fram var því með eins marks forskot í hálfleik, 15:14. 

Olgica Andrijasevic var mjög góð í marki KA/Þór í seinni hálfleik, Martha Hermannsdóttir hélt áfram að skora og Sólveig Lára Kristjánsdóttir var drjúg. Með skynsömum og góðum sóknarleik í bland við sterka vörn, tókst heimakonum að komast yfir um miðjan seinni hálfleik 23:22. 

KA/Þór sýndi svo mikinn styrk með að halda forskotinu út leikinn og vinna góðan sigur. KA/Þór er nú með 19 stig, tveimur stigum minna en ÍBV og í smá möguleika um að ná sæti í úrslitakeppninni. Fram mistókst að fara upp fyrir Val og upp í toppsætið. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

KA/Þór 29:27 Fram opna loka
60. mín. Leik lokið Nýliðarnir leggja meistarana af velli í annað skipti á þessari leiktíð. Glæsileg frammistaða í seinni hálfleik.
mbl.is