Andrea og Kristianstad féllu

Andrea Jacobsen og stöllur hennar eru fallnar.
Andrea Jacobsen og stöllur hennar eru fallnar. Ljósmynd/Sænska handknattleikssambandið

Landsliðskonan í handbolta, Andra Jacobsen, féll í dag úr sænsku úrvalsdeildinni í handbolta með liði sínu Kristianstad. Kristianstad tapaði fyrir Sävehof, 31:19. Hafdís Renötudóttir og samherjar hennar í Boden björguðu sér frá falli með 27:26-sigri á Heid. 

Andrea skoraði eitt mark fyrir Kristanstad, sem átti ekki möguleika gegn sterku liði Sävehof, sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Tímabilið hjá Kristianstad er búið að vera sérstakt, því liðið er komið í undanúrslit í Áskorendabikar Evrópu, þrátt fyrir slakt gengi heimafyrir. 

Hafdís Renötudóttir varði eitt skot af sjö í 27:26-sigri Boden á Heid og fór Boden upp í tíunda sæti í tólf liða deild með sigrinum. Boden er þó ekki alveg sloppið því 9.-11. sæti spila í umspili um að halda sæti sínu í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert