Tækifærum til björgunar fækkar jafnt og þétt

Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar handboltafélags, bíður eftir sínum fyrsta sigri …
Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar handboltafélags, bíður eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari liðsins. Akureyri tekur á móti Gróttu á morgun. mbl.is/​Hari

Handknattleiksfólk tekur upp þráðinn um helgina eftir nokkurt hlé á keppni í Olís-deildum karla og kvenna vegna undanúrslita og úrslitaleikja Coca Cola-bikarsins á dögunum.

Reyndar var ein eftirlegukind eftir úr 17. umferð áður en kom að bikarvikunni. Erfiðlega gekk að koma henni í hús en það tókst loks í fjórðu tilraun á miðvikudaginn þegar leikmönnum Akureyrar handboltafélags lánaðist að sækja Eyjamenn heim. Fimm umferðir eru eftir og þær verða leiknar jafnt og þétt fram til 6. apríl.

Heil umferð fer fram í Olís-deild karla frá og með deginum í dag og lýkur á mánudagskvöldið. Efsta lið deildarinnar, Haukar, og ÍR-ingar ríða á vaðið í kvöld klukkan 18 í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Haukar hafa eins stigs forskot í efsta sæti. Leikmenn ÍR eru í harðri baráttu við ÍR, Stjörnuna, KA og jafnvel Framara um sjöunda og áttunda sætið.

Á morgun verður afar athyglisverður leikur í íþróttahöllinni á Akureyri þegar tvö neðstu liðin leiða saman hesta sína, Akureyri handboltafélag og Grótta.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins og þar má einnig sjá úrvalslið 17. umferðar Olísdeildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »