Við ramman reip að draga í undankeppni EM kvenna

Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir á landsliðsæfingu.
Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það verður á brattann að sækja fyrir kvennalandsliðið í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins. Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppnina í Kaupmannahöfn 4. apríl.

Dregið verður í sjö fjögurra liða riðla og fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í lokakeppnina sem haldið verður í Danmörku og í Noregi frá 4. til 20. desember 2020.

Undankeppnin hefst 25. september í haust en lokaumferðin 31. maí á næsta ári en alls verða leiknar sex umferðir.

Í 1. flokki verða: Frakkland, Holland, Rússland, Svíþjóð, Rúmenía, Svartfjallaland, Þýskaland.

Í 2. flokki verða: Serbía, Tékkland, Ungverjaland, Spánn, Slóvenía, Pólland og Króatía.

Í 3. flokki verða: Austurríki, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Tyrkland, Norður-Makedónía, Úkraína, Ítalía.

Í 4. flokki verða: Sviss, Ísland, Portúgal, Litháen, Færeyjar, Kosóvó og landslið þeirra þjóðar sem vinnur forkeppni sem fram fer í vor en þar mæta Ísrael, Finnland, Grikkland og Lúxemborg og berjast um eitt sæti.

Þátttökuþjóðum í lokakeppni EM karla verður fjölgað úr 16 í 24 frá og með EM 2020. Þátttökuþjóðum verður ekki fjölgað í lokakeppni kvenna fyrr en á EM 2024. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert