Fann mig vel í rammanum

Arnór Freyr Stefánsson.
Arnór Freyr Stefánsson. Ljósmynd/Facebook-síða Arnórs

Arnór Freyr Stefánsson markvörður Aftureldingar sýndi frábær tilþrif á milli stanganna í kvöld þegar FH og Afturelding skildu jöfn 22:22 í viðureign liðanna í Olís-deild karla í Kaplakrika.

Arnór Freyr varði alls 24 skot og lokaði marki sínu á löngum köflum í leiknum.

„Stig er stig og við vorum heilt yfir flottir í kvöld. Kaplakriki er erfiður útivöllur og við verðum að virða stigið,“ sagði Arnór við mbl.is eftir leikinn.

„Það hjálpaði mér mjög mikið hversu vörnin okkar var frábær í leiknum. Leikplanið hjá okkur gekk að mestu upp og ég fann mig vel í rammanum. Eina sem ég get kvartað yfir er að ég átti að skora en ég hitti ekki opið markið. Við sýndum góðan karakter undir lokin að ná að jafna eftir að við vorum komnir tveimur mörkum undir. Tumi var óheppinn að ná ekki að tyggja okkur sigurinn en Kristófer varði skot hans virkilega vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert