Baráttan harðnar í neðri hlutanum

Akureyringar fara yfir málin í leikhléi í gær.
Akureyringar fara yfir málin í leikhléi í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Botnliðin tvö í Olís-deild karla í handbolta, Akureyri og Grótta, spiluðu í gær mikinn baráttuleik á Akureyri. Liðin voru bæði með átta stig fyrir leik, þremur stigum á eftir Fram og fimm stigum á eftir KA og Stjörnunni. Sigur var því bráðnauðsynlegur báðum liðum.

Gróttumenn virtust ekki alveg meðvitaðir um nauðsyn þess að ná sér í stig og spiluðu þeir megnið af fyrri hálfleiknum mjög illa. Akureyri var í bílstjórasætinu og byggði snemma upp gott forskot. Staðan var 8:2 eftir fjórtán mínútur. Sókn Gróttu var sérlega slöpp og menn gerðu sig seka um að klúðra nokkrum dauðafærum. Akureyri var mest sjö mörkum yfir í hálfleiknum, 13:6 en staðan var 16:10 í hálfleik.

Arnar Þór Fylkisson var komin með 11 varin skot í hálfleik og var búinn að verja tvö vítaskot.

Grótta skipti um ham í hálfleik og hefur Einar Jónsson eflaust gefið sínum mönnum góðan blástur. Áður en varði var munurinn orðinn eitt mark en þannig hélst hann lengstum og Akureyri hékk á forskoti sínu eins og hundur á roði. Fór svo að lokum að heimamenn fögnuðu 25:23-sigri.

Grótta er í vondum málum í botnsætinu og hefur fjóra leiki til að bjarga sér frá falli. Akureyri er í aðeins skárri stöðu en liðið þarf á fleiri stigum að halda til að koma sér ofar. Akureyri er stigi á eftir Fram sem tapaði á heimavelli fyrir Stjörnunni. 

Fjallað er um leikina þrjá sem fram fóru í gær í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

FH – Afturelding 22:22

Kaplakriki, Olísdeild karla, sunnudaginn 17. mars 2019.

Gangur leiksins: 0:3, 2:4, 3:6, 6:7, 7:9, 10:11, 11:12, 13:13, 15:15, 17:16, 20:18, 22:22.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/1, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Einar Rafn Eiðsson 2, Birgir Már Birgisson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.

Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 14, Birkir Fannar Bragason 1/1.

Utan vallar: 6 mínútur

Mörk Afturelding: Tumi Steinn Rúnarsson 5/1, Finnur Ingi Stefánsson 5/2, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Elvar Ásgeirsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Emils Kurzemniesk 1, Kristinn Hrannar Elísberg 1.

Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 24.

Utan vallar: 0 mínútur.

Áhorfendur: 395.

Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Akureyri – Grótta 25:23

Íþróttahöllin á Akureyri, Olísdeild karla, sunnudaginn 17. mars 2019.

Gangur leiksins: 4:1, 6:2, 9:4, 12:6, 13:7, 16:10, 17:13, 18:16, 19:17, 21:18, 22:20, 25:23.

Mörk Akureyri: Patrekur Stefánsson 8, Jóhann Geir Sævarsson 5, Leonid Mykhailiutenko 5, Gunnar Valdimar Johnsen 4, Friðrik Svavarsson 1, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Valþór Atli Guðrúnarson 1.

Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 12/2, Marius Aleksejev 7.

Utan vallar: 12 mínútur

Mörk Grótta: Daði Laxdal Gautason 7/3, Arnar Jón Agnarsson 4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Bjartur Guðmundsson 3, Hannes Grimm 2, Árni Benedikt Árnason 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Sigfús Páll Sigfússon 1.

Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 11/1, Sverrir Andrésson 1.

Utan vallar: 4 mínútur.

Áhorfendur: 575.

Fram – Stjarnan 24:29

Safamýri, Olísdeild karla, sunnudaginn 17. mars 2019.

Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 4:6, 7:8, 8:10, 10:14, 12:15, 13:17, 13:18, 15:20, 19:24, 24:29.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Andri Þór Helgason 6, Valdimar Sigurðsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 3/1, Svavar Kári Grétarsson 2, Bjarki Lárusson 1.

Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 12/1.

Utan vallar: 8 mínútur.

Mörk Stjörnunnar: Aron Dagur Pálsson 9, Egill Magnússon 6, Ari Magnús Þorgeirsson 4/1, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3/1, Andri Hjartar Grétarsson 3, Andri Már Rúnarsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Árni Þór Sigtryggsson 1, Leó Snær Pétursson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16.

Utan vallar: 10 mínútur.

Áhorfendur: 328.

Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert