Kröfum Fjölnismanna hafnað

Magnús Óli Magnússon sækir að vörn Fjölnis í leiknum.
Magnús Óli Magnússon sækir að vörn Fjölnis í leiknum. mbl.is/Hari

Úrslitin í leik Fjölnis og Vals í undanúrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik munu standa en Valur sigraði eftir framlengdan leik á dögunum. Fjölnir kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að síðasta mark Vals í venjulegum leiktíma yrði þurrkað út vegna mistaka dómara í aðdragandanum. 

Dómstóll HSÍ tók málið fyrir en hafnaði kröfum Fjölnis. Til vara hafði Fjölnir farið fram á að leikurinn yrði spilaður á ný. 

Í niðurstöðu dómsins segir að engin heimild sé til að verða við kröfum kæranda og því sé þeim hafnað. 

Dómurinn

mbl.is