Verða Gísli Þorgeir og Sagosen samherjar?

Sander Sagosen í leik með Noregi á HM í janúar …
Sander Sagosen í leik með Noregi á HM í janúar síðastliðnum. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður stórliðs Kiel í Þýskalandi, gæti verið að fá nýjan samherja. Um er að ræða einn besta leikmann heims, Norðmanninn Sander Sagosen.

Sagosen er samningsbundinn franska stórliðinu Paris SG fram á sumar 2020, en í þýska miðlinum Kieler Nachrichten er hann orðaður við Kiel. Forráðamenn félagsins eru sagðir þegar hafa fundað með Sagosen í París og vilja fá hann þegar samningurinn rennur út við franska stórliðið.

Arnar Theódórsson er umboðsmaður Sagosen og hann hefur staðfest að Parísarliðið vilji framlengja samninginn við Norðmanninn. Hins vegar séu sennilega flest lið í heiminum að horfa til hans að sögn Arnars.

Forráðamenn Kiel sjá Sagosen sem arftaka Domagoj Duvnjak, en samningur Króatans rennur einnig út sumarið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert