Fjölnir áfrýjar úrskurði dómstóls HSÍ

Valsmenn sluppu fyrir horn í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni en töpuðu …
Valsmenn sluppu fyrir horn í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni en töpuðu síðan fyrir FH í úrslitaleik bikarsins. mbl.is/Hari

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur áfrýjað úrskurði dómstóls HSÍ vegna undanúrslitaleiksins gegn Val í bikarkeppni karla á dögunum. Þetta kemur fram á ruv.is.

Fjölnir kærði þá framkvæmd leiksins og krafðist þess að hann yrði leikinn að nýju. Dómarar leiksins dæmdu vítakast á Fjölnismenn og ráku Arnar Mána Rúnarsson af velli í lok venjulegs leiktíma. Valsmenn jöfnuðu úr vítakastinu og sigruðu síðan eftir framlengdan leik. Dómararnir drógu rauða spjaldið til baka þannig að Arnar fór ekki í bann.

Dómstóll HSÍ hafnaði kröfum Fjölnis, sem nú hefur áfrýjað til áfrýjunardómstóls sambandsins. 

„Við vorum ekki sannfærð eftir niðurstöðu dómstóls HSÍ að vítakastdómurinn geti staðið eftir að rauða spjaldið hafi verið fellt niður. Við viljum fá efnislega niðurstöðu í þann hluta málsins,“ sagði Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, í samtali við RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert