ÍBV lagði FH í hörkuleik

Ágúst Birgisson í baráttu við Fannar Þór Friðgeirsson í Eyjum ...
Ágúst Birgisson í baráttu við Fannar Þór Friðgeirsson í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

ÍBV vann FH með tveggja marka mun 31:29 þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag. ÍBV var sterkara á lokakaflanum og innbyrti sigur.

Staðan í hálfleik var 14:17 fyrir gestina, þeir voru mikið manni færri í fyrri hálfleik en tókst samt oftar en ekki að ná góðu skoti að marki. Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson gerðu báðir 5 mörk í fyrri hálfleik. Hákon Daði gerði sjö fyrir heimamenn.

Eyjamenn voru fljótir að minnka muninn í síðari hálfleik og skiptust liðin á að skora í langan tíma í seinni hálfleik. Dómararnir misstu síðan tökin á leiknum undir lokin og voru síðustu mínúturnar hálfgerður skrípaleikur.

Kári Kristján Kristjánsson kom Eyjamönnum yfir þegar 70 sekúndur voru eftir en þá tóku gestirnir leikhlé og settu upp í sókn. Sú sókn gekk ekki og Eyjamenn fóru upp og gerðu úti um leikinn.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

ÍBV 31:29 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn sterkari á lokakaflanum, en maður skilur vel gremju gestanna, dómararnir gerðu þeim þetta erfitt fyrir undir lokin.
mbl.is