Mikilvægt hjá Fram – Staða Gróttu versnar

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var sterkur hjá Fram.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var sterkur hjá Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍR í botnbaráttu Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld, en á sama tíma versnaði staða Gróttu eftir tap fyrir Stjörnunni.

Fram heimsótti ÍR í Breiðholtið og var yfir í hálfleik, 16:12. Framarar létu forskotið aldrei af hendi eftir hlé og unnu að lokum fimm marka sigur, 28:23. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði níu mörk fyrir Fram en hjá ÍR var Sturla Ásgeirsson með sjö mörk.

Fram er nú með 13 stig í tíunda sætinu og er þremur stigum frá fallsvæðinu, nú aðeins stigi á eftir ÍR.

Grótta situr áfram á botninum með átta stig eftir tap fyrir Stjörnunni, 30:27. Grótta var engu að síður yfir í hálfleik, 16:14, en missti dampinn eftir hlé á meðan Garðbæingar gengu á lagið. Lokatölur 30:27. Garðar Benedikt Sigurjónsson var markahæstur með tíu mörk hjá Stjörnunni, en hjá Gróttu skoraði Magnús Öder Einarsson átta mörk.

Stjarnan styrkti stöðu sína í sjöunda sætinu, hefur þar nú 17 stig, tveimur stigum meira en KA í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þar sem efstu átta liðin taka þátt.

Garðar Benedikt Sigurjónsson var Stjörnunni mikilvægur í kvöld.
Garðar Benedikt Sigurjónsson var Stjörnunni mikilvægur í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert