Ég sá margt mjög jákvætt

Kvennalandsliðið í handknattleik eftir sigurinn gegn Slóvökum í gær.
Kvennalandsliðið í handknattleik eftir sigurinn gegn Slóvökum í gær. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hafnaði í öðru sæti á Baltic mótinu í handknattleik sem lauk í Gdansk í Póllandi í gær. Íslenska liðið vann tvo síðustu leiki sína á mótinu.

Á laugardaginn hafði það betur gegn Argentínu 31:26 og í gær hrósaði íslenska liðið sigri gegn Slóvökum 30:28. Slóvakar voru þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn 17:14 en Íslendingar sneru taflinu við í seinni hálfleik og uppskáru tveggja marka sigur.

„Ég sá margt mjög jákvætt á þessu móti. Við spiluðum frábæran leik á móti Pólverjum en töpuðum leiknum á síðustu fimm mínútum leiksins. Liðið sýndi mikinn karakter í leiknum á móti Argentínu. Argentína náði að jafna metin um miðjan seinni hálfleik en stelpurnar stóðu vel saman og náðu að landa góðum sigri. Slóvakía er skráð einum styrkleikaflokki fyrir ofan okkur en þetta var fjórði sigur okkar á móti Slóvökum á stuttum tíma og það var virkilega sterkt hjá okkur að vinna þá.

Við fengum mörg góð svör á þessu móti og það er klárlega mikil stígandi í leik liðsins. Við vildum sjá hversu við erum komin nálægt þjóðum eins og Pólland og nú skortir okkur bara herslumuninn að komast á næsta stig,“ sagði Axel en mótið var liður í undirbúningi landsliðsins fyrir umspilsleikina gegn Spánverjum um sæti á HM sem fram fara í lok maí og byrjun júní,“ sagði Axel Stefánsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið.

Janus Czerwinsky ásamt Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins.
Janus Czerwinsky ásamt Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins. Ljósmynd/HSÍ

Elín Jóna Þorsteinsson var valin besti leikmaður Íslands í leiknum í gær en hún lék í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.

Janus Czerwinsky sem þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá 1976-77 afhenti Íslendingum bikar fyrir annað sætið á mótinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »