Haukar eru skrefi nær titlinum

Daníel Þór Ingason skoraði 6 mörk fyrir Hauka í gærkvöld.
Daníel Þór Ingason skoraði 6 mörk fyrir Hauka í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru í lykilstöðu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olísdeild karla í handknattleik eftir tveggja marka sigur gegn Selfossi í 19. umferð deildarinnar í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gær en leiknum lauk með 29:27-sigri Hauka.

Haukar byrjuðu leikinn betur en Selfyssingar unnu sig hægt og rólega inn í hann með Elvar Örn Jónsson í broddi fylkingar. Selfyssingar náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15:13, Selfossi í vil.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og tókst að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks. Liðin skiptust á að leiða, allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka, og þá tóku Haukar yfir. Þeir náðu þriggja marka forskoti þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og þann mun tókst Selfyssingum ekki að vinna upp og Haukar fögnuðu sigri.

Selfyssingar spiluðu fyrri hálfleikinn af miklum krafti en það dró vel af þeim í síðari hálfleik. Þeir fóru illa með of margar sóknir og það voru of fáir leikmenn í liðinu sem voru tilbúnir að taka af skarið á ögurstundu. Þá var markvarsla liðsins ekki nægilgea góð og því fór sem fór.

Haukar stýrðu hraða leiksins af mikilli yfirvegun allan tímann. Þá kom breidd liðsins sér afar vel á lokamínútunum og þeir Atli Már Báruson og Adam Haukur Baumruk voru báðir með mikla orku til þess að sprengja leikinn upp undir restina.

Sjá allt um leikina í Olís-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »