Valsmenn óstöðvandi í seinni hálfleik

Valsarinn Sveinn Aron Sveinsson í hraðaupphlaupi í dag.
Valsarinn Sveinn Aron Sveinsson í hraðaupphlaupi í dag. mbl.is/Eggert

Valur vann sannfærandi 36:24-sigur á Akureyri í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Valur er nú með 27 stig, einu stigi minna en Selfoss, en Akureyri er þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni, þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. 

Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og réðu gestirnir frá Akureyri ekkert við hraðan og góðan sóknarleik Vals. Valur komst í 10:5 og voru þeir Vignir Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson, hornamenn Vals að spila vel.

Eftir því sem leið á hálfleikinn komust Akureyringar betur inn í leikinn, sérstaklega eftir leikhlé sem Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, tók um miðjan fyrri hálfleikinn. Gunnar Valdimar Johnsen kom með góða innkomu og að lokum skildi aðeins eitt mark liðin að í hálfleik, 18:17.

Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn á að jafna í 18:18 og var það í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0:0 sem var jafnt. Valsmönnum leist ekki á blikuna og skoruðu þeir næstu fimm mörkin og breyttu stöðunni í 23:18. 

Þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður tók Geir Sveinsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé í stöðunni 26:19. Þá hafði Akureyri aðeins skorað tvö mörk á tæpum fimmtán mínútum. Spilamennska Akureyrar batnaði lítið við það og góð frammistaða Vals í seinni hálfleik nægði til að ná í tvö stig. 

Valur 36:24 Akureyri opna loka
60. mín. Daníel Freyr Andrésson (Valur) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert