Verðum að hugsa okkar gang

Einar Rafn Eiðsson sækir að vörn Vals.
Einar Rafn Eiðsson sækir að vörn Vals. mbl.is//Hari

Það gengur ekki sem skyldi hjá FH-ingum í Olís-deildinni þessa dagana en þeir töpuðu fyrir Val í kvöld og hafa nú spilað fjóra leiki í röð í deildinni án sigurs.

„Við gátum ekki leyst þetta einfalda kerfi hjá Valsmönnum í seinni hálfleik og Magnús Óli raðaði inn mörkunum á okkur. Við vorum hreinlega með hausinn uppi í rassgatinu. Við vorum ógeðslega lélegir í varnarleiknum í seinni hálfleik þar sem við klikkuðum á sömu hlutunum aftur og aftur. Í sókninni vorum við allt of mikið að puða í stað þess að skjóta á markið við fyrsta tækifæri,“ sagði Einar Rafn Eiðsson við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

„Það er óhætt að segja að við verðum að hugsa okkar gang og rífa okkur upp áður en úrslitakeppnin fer af stað. Við verðum að fara að ná einhverju skipulagi á þessa vörn okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert