Við höldum ótrauð áfram

Leikmenn Aftureldingar fagna.
Leikmenn Aftureldingar fagna. Ljósmynd/Raggi Óla

Afturelding leikur í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili.

Fyrir tímabilið í haust voru þeir ekki margir sem veðjuðu á að Afturelding, sem rak lestina í Grill 66-deildinni fyrir ári, myndi standa uppi sem sigurvegari og það nokkuð öruggur. Afturelding lauk keppni með fimm stiga forskot á ÍR sem varð í öðru sæti eftir að hafa unnið 17 leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum.

„Árangurinn var framar vonum,“ segir Haraldur Þorvarðarson sem tók við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar sumarið 2017 og var þar af leiðandi með liðið á hinum enda töflunnar fyrir ári. „Ungu stelpurnar sem voru í liðinu í fyrra öðluðst mikilvæga reynslu sem þær bjuggu að í vetur auk þess sem við fengum góðan liðstyrk sem nýttist afar vel,“ segir Haraldur og nefnir m.a. Þóru Guðnýju Arnarsdóttur sem kom úr Gróttu. Kristín Arndís Ólafsdóttir kom úr Val. Hún lék reyndar upp yngri flokka Aftureldingar. Einnig bættist Ástrós Bender markvörður við en hún hafði verið í námi í Danmörku. Þegar nokkuð var liðið á tímabilið kom Japaninn Kiyo Inage frá Val en hún flutti hingað til lands með manni sínum Ryuto Inage sem leikur með karlaliði Vals.

Haraldur segir að þrátt fyrir ágæta byrjun hafi hann ekki áttað sig almennilega á því fyrr en eftir að Afturelding lék hnífjafnan leik við úrvalsdeildarlið KA/Þórs í bikarkeppninni í byrjun nóvember að enn meira var spunnið í liðið en hann taldi. „Upp úr leiknum við KA/Þór fór boltinn að rúlla og vatt bara upp á sig og við lékum sextán síðustu leiki okkar án þess að tapa,“ segir Haraldur.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert