Guðmundur veðjar á Ágúst Elí og Viktor

Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru settir út …
Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru settir út í kuldann. mbl.is/Hari

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, tók þá ákvörðun í gær að veðja á markverðina Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísla Hallgrímsson í síðari leiknum við Norður-Makedóníu í undankeppni EM sem fram fer í Skopje á sunnudaginn.

Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér ekki á strik í viðureigninni í fyrrakvöld í Laugardalshöll og var Guðmundur ómyrkur í máli yfir frammistöðu þeirra.

Fjarvera Björgvins Páls er athyglisverð vegna þess að hann hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins frá Ólympíuleikunum í Peking 2008. Síðan hefur hann aðeins misst úr einn mótsleik, gegn Þjóðverjum í undankeppni EM í mars 2011 vegna höfuðhöggs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert