IHF vill fjölga í leikmannahópum á HM

Nikola Karabatic sækir að vörn Íslands á HM í janúar. …
Nikola Karabatic sækir að vörn Íslands á HM í janúar. Til varnar er Teitur Örn Einarsson. AFP

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur birt fyrstu hugmyndir sínar til þess að koma til móts við handknattleiksfólk vegna kröfu þess um að dregið verði úr álagi á heimsmeistaramótum.

Hvergi er þó minnst á í hugmyndum IHF að lengri tími líði á milli leikja á mótum, en það er ein helsta krafa leikmanna.

Hugmyndir IHF snúa að næsta heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Egyptalandi 2021. Fyrir nokkru hefur verið ákveðið að fjölga þátttökuþjóðum úr 24 í 32. Samkvæmt hugmyndum að leikskipulagi mótsins myndi leikjum þeirra liða sem leika til verðlauna fækka um einn, úr tíu í níu. Tímaramminn frá upphafi til enda mótsins yrði áfram sá sami, þ.e. 17 dagar.

Einnig hefur IHF varpað fram þeirri hugmynd að þjálfarar velji 35 leikmenn í hópa sína í stað 28 og að heimilt verði að hafa 18 leikmenn í hverjum leikmannahópi á mótum í stað 16. Um leið verði heimilt að skipta fimm leikmönnum inn og úr 18 manna hópnum á meðan á mótinu stendur í stað þriggja leikmanna eins og verið hefur undanfarin ár.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert