Danir hefndu fyrir tapið í Svartfjallalandi

Mikkel Hansen átti góðan leik fyrir Dani í kvöld og …
Mikkel Hansen átti góðan leik fyrir Dani í kvöld og skoraði sex mörk. AFP

Danmörk vann öruggan ellefu marka sigur gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 í handknattleik í Danmörku í kvöld en leiknum lauk með 37:26-sigri Danmerkur. Heimsmeistararnir töpuðu óvænt fyrir Svartfjallalandi í Svartfjallalandi á miðvikudaginn síðasta, 32:31, en Danir voru mun sterkari aðilinn í leiknum í kvöld.

Lasse Svan og Anders Zachariassen voru atkvæðamiklir í liði Dana í kvöld og skoruðu átta mörk hvor en hjá Svartfjallalandi voru þeir Vladan Lipovina og Stevan Vujovic markahæstir með sex mörk hvor.

Þá þurfti Færeyingar að sætta sig við eins marks tap gegn Úkraínu í Færeyjum en leiknum lauk með 27:26-sigri Úkraínu. Kjartan Johansen var markahæstur í liði Færeyja með sjö mörk en Vladislav Ostroushko fór mikinn í liði Úkraínu og skoraði 9 mörk.

Danir eru aftur komnir í efsta sæti 8. riðils með 6 stig, líkt og Úkraínu en Færeyjar eru í neðsta sæti riðilsins með 1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert