Rökrétt framhald af síðasta vetri hjá Elvari Erni

Elvar Örn Jónsson átti frábæran vetur með Selfyssingum.
Elvar Örn Jónsson átti frábæran vetur með Selfyssingum. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason.

Deildarmeistarar Hauka í handknattleik karla eiga tvo leikmenn í úrvalsliði Olís-deildar karla sem Morgunblaðið hefur valið og birt er hér til hliðar. Grannar Haukanna, FH-ingar, eru einnig með tvo menn í liðinu. Haft var til hliðsjónar við valið hverjir voru oftast valdir í lið umferðarinnar í deildarkeppninni sem lauk fyrir viku.

Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson eru fulltrúar Hauka í liðinu. Grétar Ari var ákaflega traustur í mörgum leikjum leiktíðarinnar að baki öruggri vörn Haukanna. Um Heimi Óla þarf vart að fjölyrða. Hann hefur varla leikið betur en á þessu keppnistímabili. Fyrir vikið hefur hann verið með annan fótinn inni í landsliðinu.

Leikmaður deildarkeppninar er án efa Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Hann fór á kostum með liði sínu á leiktíðinni og var ellefu sinnum í liði umferðarinnar, oftar en nokkur annar leikmaður deildarinnar á leiktíðinni. Frammistaða hans var rökrétt framhald af síðasta keppnistímabili og segja má leiktíðinni þar á undan einnig. Elvar Örn hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum sem hefur skilað honum í eitt lykilhlutverkanna hjá íslenska landsliðinu. Elvar Örn kveður Selfoss-liðið í sumar og fylgir þjálfara liðsins, Patreki Jóhannessyni, til Skjern á Jótlandi. Skarð Elvars Arnar verður vandfyllt.

Sjá umfjöllun um úrvalslið vetrarins í Olísdeild karla í en liðið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert