Sannkallað baráttustig íslenska landsliðsins

Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik í Skopje.
Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik í Skopje. Ljós­mynd/​Robert Spa­sovski

Íslenska landsliðið í handknattleik vann sér inn gott stig í heimsókn sinni til Skopje í Norður-Makedóníu í gær. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin, 24:24, þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og þar við sat.

Viktor Gísli Hallgrímsson kórónaði vasklega framgöngu sína í fyrsta mótsleik sínum með íslenska landsliðinu þegar hann varði langskot frá Filip Kuzmanovski á næstsíðustu sekúndu. Markvarslan endanlega innsiglaði stig íslenska liðsins fyrir framan 6.963 áhorfendur í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni.

Athygli vakti þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari setti markverðina Aron Rafn Eðvarðsson og Björgvin Pál Gústavsson út í kuldann áður en haldið var til Skopje. Guðmundur kom aftur á óvart í upphafi leiksins í gær þegar hann ákvað að láta hinn 18 ára gamla Viktor Gísla Hallgrímsson byrja í markinu. Hann stóð nær allan leikinn í markinu og þakkaði traustið með góðum leik.

Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenka landsliðsins í leiknum. Hann tætti vörn Norður-Makedóníumanna sundur hvað eftir annað og skoraði átta mörk. Ómar Ingi bætti svo sannarlega fyrir mistök sín undir lok leiksins á miðvikudagskvöldið. Varnarleikur íslenska liðsins var frábær í leiknum þar sem Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason fóru á kostum.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »