Hilmar heiðraður í Noregi

Hilmar Guðlaugsson.
Hilmar Guðlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksþjálfarinn Hilmar Guðlaugsson var valinn þjálfari ársins í vesturhluta Noregs fyrir árangur sinn með kvennalið Førde í vetur. 

Hilmar fékk verðlaunin afhent á uppskeruhátíð sem haldið var í Bergen þar sem lið, leikmenn og þjálfarar í þessum landshluta voru heiðruð. 

Hafði Hilmar verið tilfnefndur sem þjálfari ársins ásamt tveimur öðrum: Andreas Gjeitrem hjá karlaliði Fyllingen og Chriss Robert Thorsen hjá kvennaliði Fyllingen. 

Førde þótti koma skemmtilega á óvart í næstefstu deild í vetur en liðið hafnaði í 7. sæti. Hilmar var með frekar fámennan og ungan hóp leikmanna auk þess sem nokkuð var um meiðsli með sem settu talsvert strik í reikninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert