Ætlar ekki að brenna sig á sama soðinu tvisvar

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason Ljósmynd/Kiel

„Ég hef sex sinnum farið í úrslitaleik bikarkeppninnar með Kiel og alltaf unnið. Það met verður ekki jafnað eða slegið alveg á næstunni,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara THW Kiel í Þýskalandi, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í byrjun vikunnar.

Þá var Alfreð kominn til starfa á ný eftir að hafa tekið sér nokkurra daga frí í „austrinu“ eins og hann kallar það þegar hann kúplar sig frá daglegum skarkala á heimili sínu skammt frá Magdeburg. Hversdags býr Alfreð í Kiel þar sem hann hefur þjálfað handknattleikslið borgarinnar í áratug með framúrskarandi árangri.

Gott að landa einum bikar

Kiel varð bikarmeistari fyrir rúmri viku eftir sigur á Magdeburg, 28:24. Eftir það tók við vikuhlé frá keppni hjá liðinu vegna leikja í undankeppni Evrópumóts landsliða þar sem flestir leikmenn Kiel voru í eldlínunni með landsliðum sínum. „Það var mjög gott að landa einum bikar á árinu,“ sagði Alfreð sem kveður Kiel eftir keppnistímabilið. Ekki er öll nótt úti að fleiri verðlaun bætist í safnið áður en Alfreð stimplar sig í síðasta sinn út hjá THW Kiel. Framundan er lokaspretturinn í EHF-bikarnum en úrslitahelgi keppninnar verður í Kiel um miðjan næsta mánuð auk þess sem enn er von í keppninni um þýska meistaratitilinn. Kiel er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Flensburg sem hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.

Viðtalið við Alfreð í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert