Ágúst og félagar óvænt í undanúrslit

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar eru komnir í undanúrslit.
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar eru komnir í undanúrslit.

Landsliðsmarkmaðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans hjá Sävehof eru óvænt komnir í undanúrslit um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir 29:28-sigur á Malmö á heimavelli í kvöld. 

Sävehof vann einvígið 3:1, en flestir áttu von á sigri Malmö. Malmö hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og Sävehof í sjöunda sæti. Viðureignir liðanna voru afar skemmtilegar og munaði aðeins einu marki í öllum leikjunum, nema þeim fyrsta. 

Ágúst varði fimm skot í markinu í dag og var því með tæplega 22 prósent markvörslu. Sävehof mætir að öllum líkindum Íslendingaliðinu Kristianstad í undanúrslitum, en Kristianstad tryggir sér sæti þar með sigri á Redbergslids á útivelli í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert