HK sterkara í Laugardalshöll

Aron Valur Jóhannsson sækir að vörn HK í dag.
Aron Valur Jóhannsson sækir að vörn HK í dag. mbl.is/Árni Sæberg

HK er komið 1:0 yfir í umspilsviðureign sinni við Þrótt um sæti í efstu deild karla í handbolta eftir 27:24-sigur á útivelli í dag. Staðan í hálfleik var 14:13, Þrótti í vil. Sigurliðið mætir Víkingi í baráttu um laust sæti í deild þeirra bestu. 

Bjarki Finnbogason skoraði sjö mörk fyrir HK, Blær Hinriksson fimm og Guðmundur Árni Ólafsson skoraði fjögur. Viktor Jóhannsson skoraði sjö fyrir Þrótt, Aron Valur Jóhannsson fimm og Óttar Filipp Pétursson og Jón Hjálmarsson fjögur mörk hvor. 

Annar leikur liðanna fer fram í Digranesi á laugardaginn kemur og fer HK áfram með sigri, en tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Fjölnir vann 1. deildina í vetur og hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert