Tilboð og félag sem var erfitt að hafna

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

„Ég er fyrst og síðast þakklátur forráðamönnum Selfoss fyrir að koma til móts við óskir mínar um að ég fengi að ganga út úr þeim samningi sem ég gerði við þá snemma árs,“ sagði Hannes Jón Jónsson, handknattleiksþjálfari í Þýskalandi, í samtali við Morgunblaðið.

Óvænt pólskipti urðu á síðasta laugardag þegar handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti að Hannes Jón kæmi ekki heim í sumar og yrði eftirmaður Patreks Jóhannessonar sem þjálfari karlaliðs Selfoss eins og til stóð og frágengið var í lok janúar.

Þess í stað hefur Hannes Jón skrifað undir tveggja ára samning um þjálfun þýska efstudeildarliðsins Bietigheim í Stuttgart. Hannes Jón tók við þjálfun Bietigheim í byrjun febrúar og átti aðeins að sinna starfinu út núverandi keppnistímabil. Að sögn Hannesar Jóns fóru forráðamenn Bietigheim fljótlega að leggja að honum að skrifa undir nýjan lengri samning þótt þeir vissu að hann væri þegar samningsbundinn handknattleiksdeild Selfoss.

Sjá samtal við Hannes Jón í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »