Þrótti dæmdur sigur gegn HK

Frá leik liðanna í Laugardalshöllinni.
Frá leik liðanna í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þrótti hefur verið dæmdur sigur gegn HK í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta. HK vann leikinn 27:24, en liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni, og hefur HSÍ því dæmt Þrótti 10:0-sigur. 

Jón Heiðar Gunnarsson var á meðal leikmanna HK í leiknum, en hann var ekki með skráðan leikmannasamning hjá HSÍ. Jón Heiðar var að leika sinn fyrsta handboltaleik í um tvö ár. Jón Heiðar lék áður með liðum eins og Aftureldingu og ÍR. 

Þróttur er þess vegna með 1:0-forskot í einvíginu, en tvo sigurleiki þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum gegn Víkingi. Það lið sem vinnur þrjá leiki í úrslitaeinvíginu leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. 

Jón Heiðar Gunnarsson í leik með Aftureldingu.
Jón Heiðar Gunnarsson í leik með Aftureldingu. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert