Bjarki og félagar í góðri stöðu fyrir heimaleikinn

Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk.
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk.

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlín eru í ágætri stöðu eftir 34:26-útisigur gegn Hannover-Burgdorf í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins en bæði lið eru frá Þýskalandi.

Leikurinn var jafn framan af og voru Berlínarmenn aðeins einu marki yfir í hálfleik, 15:14, en þeir færðu sig upp á skaftið eftir hlé og unnu að lokum sannfærandi sigur. Bjarki skoraði fimm mörk.

Í þýsku deildinni unnu liðin sitthvorn heimaleikinn með einu marki og er því um gríðarlega sterkan útisigur að ræða hjá Bjarka og liðsfélögum hans en liðin mætast aftur í Berlín eftir viku.

mbl.is