Rassskelltir og sendir í sumarfrí

Róbert Aron Hostert sækir að vörn Aftureldingar.
Róbert Aron Hostert sækir að vörn Aftureldingar. mbl.is/Hari

Valur er var fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í dag með öruggum sigri á á Aftureldingu, 31:21, í annarri viðureign liðanna að Varmá. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik féll Mosfellingum allur ketill í eld í síðari hálfleik. Valsmenn hreinlega rassskelltu lán- og ráðalausa leikmenn Aftureldingar og unnu öruggan sigur.

Staðan í hálfleik var 13:11, Val í vil.

Allt frá því að Róbert Aron Hostert skoraði fyrsta mark leiksins úr upphafssókn leiksins voru Valsmenn með yfirhöndina í fyrri hálfleik og heimamenn náðu aldrei lengra en að jafna metin. Þeir léku langar sóknir gegn frábærri vörn Aftureldingar. Stríðsgæfan var með leikmönnum Vals. Þolinmæðin skilaði árangri hálfleiknum og skilaði ofar en ekki marki. Ofar en ekki náðu Valsmenn fráköstum eftir að vörn Aftureldingar varði skot þeirra. Í tvígang skiliðu fráköstin sér í línusendingu og mörkum.

Eins og varnarleikur Aftureldingar var góður þá var sóknarleikurinn ekki eins markviss gegn skipulagðri vörn Valsmanna sem þurfti engum að koma í opnu skjöldu. Markvarslan var ekki upp á marka fiska, báðum megin vallarins í fyrri hálfleik.

Þegar leikmenn gengu til búningsherbergja var forskot Vals tvö mörk, 13:11. Afturelding hóf síðari hálfleik með sókn.

Valur hóf síðari hálfleik af miklum krafti og var kominn með fimm marka forskot eftir aðeins fimm mínútur. Tvö hraðaupphlaupsmörk á einni mínútu vógu þungt. Engu var líkara en leikmenn Aftureldingar væru ekki komnir fram á leikvöllinn eftir hálfleikinn. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tók leikhlé eftir aðeins sex mínútur.

Aftureldingarmenn  náðu sér aldrei á strik í síðari hálfleik eftir að hafa lent fimm mörkum undir. Valsmenn léku eins og þeir sem valdið hafa. Þeir sýndu þolinmæði í sókninni og hleyptu ráðþrota sóknarmönnum Aftureldingar upp á dekk. Munurinn jókst síðustu tíu mínúturnar þegar vonleysi tók við af ráðaleysi hjá leikmönnum Aftureldingar sem eru þar með komnir í sumarleyfi á Íslandsmótinu. Valsmenn halda hinsvegar áfram keppni eftir auðveldan sigur í síðari hálfleik.

Afturelding 21:31 Valur opna loka
60. mín. Elvar Ásgeirsson (Afturelding) skýtur yfir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert