Eyjamenn sendu bikarmeistarana í sumarfrí

Hákon Daði Styrmisson sækir að Bjarna Ófeigi Valdimarssyni í Vestmannaeyjum …
Hákon Daði Styrmisson sækir að Bjarna Ófeigi Valdimarssyni í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann átta marka sigur, 36:28 á FH-ingum, í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. FH er þar af leiðandi komið í sumarfrí. Sigurbergur Sveinsson og Gabríel Martinez áttu stórleik og skoruðu átta og sex mörk í dag.

Eyjamenn tóku frumkvæðið snemma eftir slæmar fimm mínútur í upphafi leiks. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu að stoppa sókn heimamanna sem skoruðu 36 mörk í dag.

Staðan í hálfleik var 19:12 en FH-ingar náðu mest að minnka muninn í sex mörk í síðari hálfleik.

Stemningin í Eyjum var engu lík í dag og úrslitakeppnin er svo sannarlega hafin.

ÍBV 36:28 FH opna loka
60. mín. Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert