Mikil dramatík þegar Selfoss lagði ÍR

Hart barist í leik ÍR og Selfoss í Austurbergi í …
Hart barist í leik ÍR og Selfoss í Austurbergi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Selfyssingar eru komnir áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik eftir ótrúlegan eins marks sigur gegn ÍR í öðrum leik liðanna í Austurbergi í kvöld. Leiknum lauk með, 29:28-sigri Selfyssinga en Selfyssingar unnu fyrsta leik liðanna á Selfossi og vinna því einvígið, samanlagt 2:0.

Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það tóku Breiðhyltingar öll völd á vellinum. ÍR-ingar leiddu með þremur mörkum eftir fimm mínútna leik en Selfyssingar gerði sig líklega til þess að koma tilbaka. Selfossi tókst að minnka muninn í tvö mörk en þá hrukku Breiðhyltingar aftur í gang og var munurinn á liðunum allt í einu orðinn fimm mörk þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það virtist allt stefna í að ÍR færi með fjögurra marka forskot inn í hálfleik en Breiðhyltingar köstuðu boltanum frá sér í tvígang í síðustu sóknum sínum og Selfyssingar refsuðu. ÍR fór því með tveggja marka forskot inn í hálfleik, 18:16, þrátt fyrir að hafa verið mun betra liðið fyrstu 30. mínútur leiksins.

Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og þeim tókst að jafna metin þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum, 20:20. ÍR-ingar neituðu að gefast upp og leiddu með tveimur mörkum þegar fimmtán mínútur var til leiksloka, 24:22. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga leikhlé og það borgaði sig því hans mönnum tókst að jafna metin á skömmum tíma í 24:24. ÍR-ingar náðu aftur tveggja marka forskoti en þegar þrjár mínútur voru til leiksloka komust Selfyssingar yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28:27. Elvar Örn Jónsson kom Selfyssingum tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Pétur Árni Hauksson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir af leiknum.

Selfyssingar brunuðu í sókn en Hergeir Grímsson skaut framhjá með kæruleysislegu skot. Pawel Kiepulski varði frá Björgvini Hólmgeirssyni í næstu sókn og Selfyssingur brunuðu upp völlinn þegar tæpar 30. sekúndur voru eftir af leiknum. Haukur Þrastarson fór í gegn en Stephen Nielsen varði frá honum. Boltinn barst til Kristjáns Orra Jóhannssonar sem reyndi skot frá eigin vítaeig en aðeins þrjár sekúndur voru eftir af klukkunni þegar Kristján fékk boltann. Pawel Kiepulski var kominn langt út úr markinu og boltinn fór í stöngina og út á Pawel sem greip boltinn inn í teig í loftinu og grýtti honum útaf og Selfyssingar fögnuðu hádramatískum sigir.

Haukur Þrastarson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk og Hergeir Grímsson skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Björgvin Hólmgeirsson og Pétur Árni Hauksson voru atkvæðamestir í liði ÍR með með sjö mörk. Báðum leikjum liðanna í átta liða úrslitunum lauk með eins marks sigri Selfyssinga og munu ÍR-ingar naga sig í handabökin eftir tap kvöldsins en þeir voru yfir í 57. mínútur í kvöld og voru óheppnir að fara ekki með leikinn í framlengingu.

ÍR 28:29 Selfoss opna loka
60. mín. Kristján Orri Jóhannsson (ÍR) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert