Atli Ævar kominn í leikbann

Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Ævar Ingólfsson, línumaðurinn öflugi í liði Selfyssinga, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.

Atli Ævar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í viðureign ÍR og Selfoss í Austurbergi í gærkvöld. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann en Atli Ævar hefur hlotið tvær útilokanir vegna brota sem falla annars vegar undir reglu 8.5 og hins vegar reglu 8.6.

Atli Ævar mun því missa af fyrsta leik Selfyssinga gegn Val í undanúrslitunum sem fram fer í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert