GOG stendur vel að vígi

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Hari

Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hjá GOG standa vel að vígi í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik. 

GOG lagði í dag Skanderborg að velli á heimavelli 29:26. GOG mátti hafa fyrir sigrinum á lokakaflanum því Skanderborg var yfir í stöðunni 23:21. 

Skoraði Óðinn þrjú mörk í fjórum tilraunum í hægra horninu hjá GOG. 

GOG er með 6 stig í milliriðli tvö í úrslitakeppninni. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leikina af sex og tók með sér tvö aukastig fyrir góðan árangur í deildakeppninni. Bjerringbro-Silkeborg er með 3 stig eftir einn leik, Árósir án stiga eftir einn leik og Skanderborg án stiga eftir tvo leiki. 

Þar sem tvö lið fara áfram í undanúrslitin þá er GOG komið í góða stöðu. Álaborg og Skjern eru efst sem stendur í hinum riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert