Annar úrslitaleikur í Safamýri

Sandra Erlingsdóttir, Val, Steinunn Björnsdóttir, Fram, í fyrsta leik liðanna.
Sandra Erlingsdóttir, Val, Steinunn Björnsdóttir, Fram, í fyrsta leik liðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram og Valur eigast við í öðrum úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik í dag en viðureignin hefst í Framhúsinu í Safamýri klukkan 16.

Valur vann mjög öruggan sigur í fyrsta leiknum á þriðjudaginn, 28:21, eftir að hafa verið 15:10 yfir í hálfleik. Aðeins eitt stig skildi liðin að í Olísdeildinni í vetur þar sem Valskonur fengu 34 stig en Framkonur 33. Þar hafði Fram hins vegar betur í öllum þremur viðureignum liðanna og var eina liðið sem lagði deildarmeistarana að velli á tímabilinu.

mbl.is