Var hættur í boltanum en varð óvænt senuþjófur

Björn Viðar Björnsson, svartklæddur fyrir miðri mynd, fagnar með samherjum …
Björn Viðar Björnsson, svartklæddur fyrir miðri mynd, fagnar með samherjum eftir að hafa sópað FH út í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á mánudaginn. Björns og félaga bíða leikir í undanúrslitum eftir helgina. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þegar Björn Viðar Björnsson flutti á síðasta sumri frá Noregi til Vestmannaeyja ásamt sambýliskonu sinni, Sunnu Jónsdóttur handknattleikskonu, og ungum syni þeirra, óraði hann ekki fyrir að nokkru síðar yrði hann aðalmarkvörður handknattleiksliðs ÍBV og kominn í undanúrslit á Íslandsmótinu.

„Ég var hættur. Það var ekkert í kortunum sem benti til að ég færi að spila með ÍBV þegar við fluttum heim í sumar sem leið. Í fyrravetur lék ég með liði í fjórðu deildinni í Noregi með þungavigtarmönnum og passaði vel inn í hópinn,“ sagði Björn Viðar léttur í bragði þegar Morgunblaðið truflaði hann við vinnu á Vélaverkstæðinu Þór í Vestmannaeyjum. „Það er langur vegur frá liði í fjórðu deild í Noregi í lið þrefaldra meistara síðasta árs eins og ÍBV-liðið er.“

Björn Viðar var senuþjófur í viðureignum ÍBV og FH í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik um páskahelgina. Ekki síst í fyrri leiknum þegar hann varði annað hvert skot sem á markið kom, m.a. þrjú vítaköst. Á sama tíma voru kollegar hans í marki FH lítt með á nótunum. Björn Viðar sló FH-inga út af laginu í leiknum í Kaplakrika sem ÍBV vann örugglega. ÍBV fylgdi sigrinum eftir með öðrum á heimavelli á öðrum degi páska sem innsiglaði sæti í undanúrslitum. Björn Viðar stóð þá einnig vel fyrir sínu.

Sjá samtal við Björn Viðar í heild á íþróttasíðum Moorgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert