Oddaleikur hjá Ólafi eftir stórsigur

Ólafur skoraði tvö og fékk rautt spjald.
Ólafur skoraði tvö og fékk rautt spjald. AFP

Ólafur Gústafsson og samherjar hans hjá Kolding leika oddaleik við Tønder á heimavelli á föstudaginn kemur um sæti í efstu deild Danmerkur í handbolta. 

Kolding vann sannfærandi 29:19-útisigur í öðrum leik liðanna í fall-umspili í kvöld og jafnaði einvígið í 1:1, en Tønder vann 25:23-útisigur í fyrsta leiknum. 

Ólafur skoraði tvö mörk úr fimm skotum í dag og lét finna fyrir sér í vörninni. Hann fékk að lokum þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok, en hann verður gjaldgengur í oddaleiknum. 

mbl.is