Björgvin Páll og félagar í undanúrslitin

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. AFP

Björgvin Páll Gústavsson og félagar hans í Skjern tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitunum um danska meistaratitilinn í handknattleik.

Skjern burstaði í kvöld SönderjyskE 39:22. Björgvin lék lokakafla leiksins í marki Skjern. Hann varði fjögur skot og skoraði eitt mark. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE.

Aalborg tapaði á heimavelli fyrir Holstebro 28:27 en það kom ekki að sök því Aalborg hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Janus Daði Smárason skoraði sex mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 4. Vignir Svavarsson komst ekki á blað í liði Holstebro.

GOG tapaði fyrir Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli 29:28, en fyrir leikinn hafði GOG tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG.

Í undanúrslitunum mætast:

GOG - Skjern

Aalborg - Bjerringbro/Silkeborg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert