Magnús í þjálfarateymi FH

Magnús handsalar samninginn við Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar FH.
Magnús handsalar samninginn við Ásgeir Jónsson formann handknattleiksdeildar FH. Ljósmynd/FH

Magnús Sigmundsson skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild FH. Hann hefur verið ráðinn í þjálfarateymi meistaraflokks sem og að halda utan um markmannsþjálfun hjá félaginu.

Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Hauka undanfarin ár en hann lék á árum áður í marki FH og einnig Hauka.

Sigursteinn Arndal var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs FH og tók við því starfi af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem er tekinn við starfi þjálfara U21 árs landsliðs Barein ásamt því að vera aðstoðarmaður Arons Kristjánssonar með A-landslið Barein.

mbl.is