Guðni forseti stoltur af bróður sínum

Bræðurnir Patrekur og Guðni Jóhannessynir.
Bræðurnir Patrekur og Guðni Jóhannessynir. mbl.is/Rax

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi heillaóskir til handknattleiksliðs Selfoss sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Haukum í kvöld.

„Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn,“ segir Guðni í færslunni, en Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna.

„Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar,“ skrifar Guðni, en færslu hans má sjá hér að neðan.

mbl.is