Meistarafögnuður á Tryggvatorgi (myndskeið)

Íslandsmeistarar Selfoss.
Íslandsmeistarar Selfoss. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Það var mögnuð stemning á Tryggvatorgi á Selfossi í gærkvöld þegar Selfyssingar fögnuðu langþráðum Íslandsmeistaratitli eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvígi í Olís-deild karla í handbolta.

Fjöldinn allur af fólki hyllti leikmenn og þjálfara Selfoss-liðsins og var skotið upp flugeldum þeim til heiðurs þeim. Í frétt á sunnlenska.is kemur fram að Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafi haldið uppi stemningunni sem var ósvikin enda í fyrsta sinn sem Selfoss verður Íslandsmeistari í boltagrein.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, þakkaði stuðningsmönnum fyrir tímabilið og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, færði handknattleiksdeild Selfoss tvær milljónir króna í verðlaunafé. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fögnuðinn á Tryggvatorgi í gærkvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert