Við lékum bara eins og kóngar

Sverrir Pálsson í fjósinu í Stóru Sandvík.
Sverrir Pálsson í fjósinu í Stóru Sandvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var líf og fjör við hótelið á Selfossi í gærkvöld þar sem margt fólk kom saman og Ingó veðurguð hélt uppi fjörinu auk þess sem boðið var upp á karókí þar sem ég söng dúett með Alexander Már Egan í laginu „Hlið við hlið“ með Frikka Dór,“ sagði Sverrir Pálsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handknattleik karla með félögum sínum í Selfoss-liðinu, þegar Morgunblaðið tók púlsinn á varnarjaxlinum sem fór á kostum í hjarta Selfossvarnarinnar í úrslitarimmunni við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn.

„Hér á Selfossi og nærsveitum ríkir hátíðarstemning í dag. Allir eru með bros á vörum og vilja gera allt fyrir mann,“ sagði Sverrir sem er einn af fjölmörgum heimamönnum í liði Selfoss. Sverrir sem er 25 ára gamall og hefur leikið með meistaraflokki í átta ár hefur á þeim tíma fengið að kynnast því súra jafnt sem því sæta.

Sverrir er einn fimm leikmanna Íslandsmeistaraliðs Selfoss á leiktíðinni sem skipuðu Selfossliðið þegar það kom upp úr 1. deild fyrir þremur árum eftir að hafa lagt Fjölni í fimm leikja rimmu þar sem Selfoss vann þrjá síðustu leikina. Hinir eru Alexander Már Egan, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Helgi Hlynsson markvörður, sem tók þátt í nokkrum leikjum í upphafi keppnistímabilsins í haust sem leið.

„Ég hef kynnst ýmsu á síðustu árum. Allt frá að vera í miðjumoði í næstefstu deild og upp í að verða Íslandsmeistari á nokkrum árum er hreint ótrúlegt ævintýri sem gaman hefur verið að taka þátt í. Undanfarin tvö ár höfum við verið nærri stóru titlunum og meðal annars tapað deildarmeistaratitlinum tvö ár í röð á markatölu sem er sennilega einsdæmi. Við vissum vel að við vorum með öflugt lið þannig að fyrr en síðar myndi eitthvað ganga alveg upp hjá okkur. Það var bara spurning um tíma,“ segir Sverrir sem vaxið hefur við hverja raun.

Sjá allt viðtalið við Sverri á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert