Daníel Griffin úr ÍBV í KA

Daníel Örn Griffin er kominn í KA frá ÍBV.
Daníel Örn Griffin er kominn í KA frá ÍBV. Ljósmynd/KA

Daníel Örn Griffin skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Daníel, sem er 20 ára gamall, er örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta sem og í horninu. Hann er einnig sterkur varnarmaður. 

Daníel gengur til liðs við KA frá ÍBV þar sem hann varð meðal annars þrefaldur meistari tímabilið 2017-2018 og lék þar mikilvægt hlutverk í liðinu. Þá lék hann með U-21 árs landsliði Íslands sem varð í 7. sæti á EM í Slóveníu í fyrra og er í hópnum sem undirbýr sig fyrir HM á Spáni sem fer fram í júlí.

„Það er klárt að koma Daníels til KA mun styrkja liðið og ætlumst við til mikils af honum. KA hefur verið í góðri uppbyggingu sem hefur tryggt liðinu áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og stefnan er að sjálfsögðu sett á að gera enn betur á komandi tímabili," segir í tilkynningu KA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert