Tíu íslensk mörk í hörkuslag

Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk.
Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk.

Tíu íslensk mörk voru skoruð í hörkuleik Füchse Berlín og RN Löwen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag en lokatölur urðu 34:33, Berlín í vil.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn sem virtust hafa öll tök á leiknum er þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Löwen áttu þó hörku áhlaup eftir hlé og töpuðu að lokum með aðeins einu marki en Guðjón Valur skoraði sjö í dag.

Füchse Berlín er í 5. sæti deildarinnar með 38 stig en Löwen er í 4. sætinu með 50 stig. Guðjón Valur er að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi en hann gengur til liðs við PSG í Frakklandi í sumar. Alexander Petersson verður áfram í röðum Löwen en hann var ekki með í dag vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert